Barnasaga eða fyrir fullorðna? Ég var að fá sendingu frá Íslandi, meðal annars bækur og dót handa börnunum. Ein bók leyndist þarna á milli sem mamma sendi nú eiginlega mér, þó svo að þetta líti út fyrir að vera barnabók. Þessi vægast sagt óborganlega bók ber nafnið “Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni”. Sagan er eftir Werner Holzwarth og er myndskreytt af Wolf Erlbruch. Hún fjallar um litla moldvörpu sem fær kúk á hausinn þegar hún stingur hausnum upp úr holu sinni. Vegna nærsýnis sér hún ekki hver sökudólgurinn er og öskureið leggur hún af stað til að reyna að finna hann.

Ég svoleiðis skellihló þegar ég las þessa bók og dætrum mínum fannst hún ekki síður skemmtileg. Við þurftum að lesa hana 5 sinnum í röð fyrir yngri skottuna og þá settum við stopp í bili. Hún aftur á móti hefði alveg verið til í að hlusta á hana nokkrum sinnum í viðbót.

Ég mæli með að þið verðið ykkur út um þessa bók, hún vekur svo sannarlega upp barnið í manni hehehe ;)
Kveðja,