Öll elskum við Apple tölvur og höfum eflaust átt í löngu og góðu sambandi
við þær.

Hins vegar er einn stór galli á því að vera Apple-notandi á Íslandi (fyrir
utan þau leiðinda íslensku-vandræði sem hafa hrellt landann mikið) og
það er að aðal leiðin til að nálgast slíka tölvu og þá þjónustu sem í kring
um hana er… er að fara í gegnum hið íslenska Apple-umboð: Aco-
Tæknival.

Nú þekki ég mjög marga Apple notendur og veit ég varla til þess að neinn
þeirra hafi EKKI lent í vandræðum í viðskiptum við þá og er þjónustan hjá
þessu fyrirtæki oft á tíðum til háborinnar skammar og er alger nauðsyn að
gera eitthvað í þessu.

Hef ég því ákveðið að biðja ósátta neitendur (sem ég veit að eru margir)
að senda kvartanir sínar/raunasögur sínar/viljalýsingu sína að komast á
undirskriftalista á: applekvartanir@hotmail.com

Þessu verður svo safnað saman og sent til Apple í bandaríkjunum.

Helst mættu þessir úrdrættir vera á ensku en það er þó ekki nauðsynlegt.

Með von um lausn á þessu vandamáli,

Apple Kvartari nr. 1