Sælir

Ég hef alltaf verið Windows PC notandi (og mun halda því áfram) og kann því ekki neitt á Mac OS X. Málið er að kunningi minn (hann kann ekkert á neinar tölvur) keypti sér þessa líka flottu nýju iMac Súpervél um daginn og fékk sér svo ADSL Skötuna frá Landssímanum með.

OK. Ég sagðist ætla að hjálpa honum en ég er bara í miklum vandræðum. Ég skil ekki neitt í þessu! Málið er að þeir í Apple búðinni segja að þetta sé alltaf vandamál en reddist svo eftir að einhverjum fídusum hefur verið breytt.

Málið er getur einhver sagt mér og reynt að útskýra fyrir mér eins og ég sé 6ára hvernig ég á að setja PPP aðgang rétt upp á iMac. Ég reyndi að hringja í einhvert 900 númer en kallinn var ekkert smá pirraður og lá við því að hann skellti á mig! :/

Allavegana þá er þetta orðið þreytandi …