Jæja hvað finnst mönnum um nýju vélarnar?

Persónulega er ég ekkert að slefa yfir þessum vélum. Ekki misskilja mig Þetta eru örugglega súpergóðar vélar, þær eru bara hálfu ári of seint á ferðinni. Það að Apple sé komið með DDR minni fyrst núna er bara skandall.

Annað sem sló mig er hversu ljótar þessar vélar eru miðað við síðustu útgáfur. Þessi stálpanell framan á henni er ekki að gera sig. Þó að það sé eflaust ágætis lúxus fyrir suma að hafa 2 drif þá efast ég um að margir nýti sér þann fítus. En útlitið fær svo sannarlega að líða fyrir það.

Góði punkturinn er að nú eru allar vélarnar orðnar dual.

Veit annars einhver hvaða fjögur göt þetta eru fyrir neðan drifin? Er þetta hátalarar eða tengi? eða kannski bara loftgöt???