Núna ætla ég að endurnýja makkann minn, enda kominn tími til.
Mér finst ekkert vera sérstaklega lágt vöruverð í Applebúðinni (ég hef ekki komið þar inn lengi, því ég á heima úti á landi) þannig að ég hef verið athuga hvort ég geti ekki pantað vélina sem ég ætla að fá frá útlöndum sem er greinilega kolómögulegt eða einfandlega ekki hægt.

Á netverslun Apple í USA stendur:
“The Apple Store sells and ships products only within the continental United States, Alaska, and Hawaii. No shipments can be made to APO or FPO addresses, United States territories, or addresses outside the United States. You may not export any products purchased at the Apple Store.”

Semsagt, Apple sendir ekki vörur sem þeir selja til annara landa en Bandaríkjanna og það má ekki flytja út það sem er keypt á store.apple.com. Það sama virðist vera á heimasíðu Apple í Svíðjóð, Noregi og Danmörku.

Er þetta einfandlega ekki hægt? Verð ég einfandlega að versla við Applebúðina?<br><br>[ <a href="http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=grugli">grugli</a> ]-[ Ef ég hef sært einhvern eða einhverjum fynnst ég vera allger asni út af þessum korki, þá biðst ég afsökunar. ]