<img src="http://stebbiv.ath.cx/lisa.gif“>
Mín kæra Macintosh-vél létst af rafmagnsbilun aðfaranótt mánudags.
Hún var að gerðinni LC, bar netnafnið <a href=”http://lisa.stebbiv.ath.cx/“>Lísa</a> og hafði verið dugleg alla sína ævi.

Hún hóf lífsferil sinn árið 1991 í Gunnskólanum í Borgarnesi og starfaði þar við skráa og prent-miðlun fyrir kennara en þá notuðu Acorn BBC vélar sem voru ekki tengdar inn á netkerfi.
Um leið og hún var fengin til starfa var bætt í hana Ethernet-korti svo hún væri nothæf sem miðlari.

Árið 1994 var tekið í notkun tölvuver í skólanum þar sem voru notaðar Apple Macintosh Performa 5200 og 6100 og af því tilefni var bætt í hana 500 MB hörðum diski sem hélt utan um allar skrár nemenda og minnið aukið í 10 MB sem var það mesta minni sem hún gat notað samkvæmt upplýsingum frá Apple.

Árið 1996 var Lísa farin að hrörna og þá tók við af henni í hlutverki skráamiðlara Performa 6400 vél sem var kölluð Hörður harði á netkerfinu. Hann var með innbyggðu bassaboxi og TV i/o sem er einstaklega sniðugt að hafa í server.
Það var mikil bylting og við gátum hætt að nota disketturnar sem áttu það til að skemmast í töskunni og fórum að nota 1,6 GB harða diskinn í honum Herði til að geyma allar skrárnar okkar.

Lísa hélt ámfram að þjóna sambandi skólanns við umheiminn þangað til árið 1999 okkur nemendunum til mikils ama. Það var kvartað lengi undan sambandinu sem meira að segja 33.6 Kb/sec tengingin heima hjá mér náði að toppa mörgum sinnum á álagspunktum í tölvuverinu sem var farið að slappast því það var ekki ennþá farið að uppfæra tölvuverið neitt af viti. Sparisjóðurinn gaf reyndar skólanum þrjár iMac-vélar árið áður sem var yfirleitt biðröð í að komast í enda voru þær langt um skárri en 75 MhZ vélarnar sem voru þar fyrir.
Okkur var lofað betri vélum og hraðvirkari nettengingu sem áttu að koma ”eftir hálfan mánuð“. Bærinn bauð út nýtt tölvukerfi gegn mótmælum kennaranna sem vildu að það yrði samið við Apple-umboðið (eða voru Radíóbúðin og Appleumboðið farin á hausinn þá og Aco tekið við umboðinu?) en bæjarstjórnin hlustaði ekki.
Stuttu síðar þegar skólastjórinn vildi endilega spjalla við mig inni á skrifstofu að því það bilaði eitthvað í einu WinTel-tölvunni í húsinu sá ég uppá borði hjá honum bréf frá EJS og þá vissi ég að það væri að koma nýtt tölvukerfi í skólann.
Auðvitað hlakkaði ég til því ég allir hötuðu þessi ”ógeðslega slow makkahelvíti sem geta ekki farið á netið án þess að maður þufi að bíða í 5 mínútur á meðan maður opnaði Netscape".

Sama ár þegar var búið að setja upp þessar nýu, öflugu WinTel vélarnar sem skólinn fékk á rekstarleigu frá EJS voru gömmlu Performurnar og iMakkarnir fluttir uppí barnadeild þar sem krakkarnir gátu leikið sér að þeim og sörfað á Vefnum og leikið sér í einhverjum leikjum.

Elstu vélunum; BBC-vélunum og gömlu LC mökkunum var hrúgað upp inni í herbegi þar sem þær áttu að vera þangað til þeim yrði hent.
Ég og nokkrir vinir mínir fengum að hirða þessa dýrgripi til mikillar gleði fyrir manninn sem sá einusinni um tölvukerfið og hélt að allir hötuðu þessa garma.
Ég tók heim með mér eina BBC vél og hana Lísu sem entist vel og lengi í ritvinslu, tölvupóst o.fl. eftir að mér tókst að koma 32 MB minni fyrir í henni. Ég gerði líka tilraunir á henni til að vera með vebserver og serialtengda myndavél á henni til að ég gæti séð úr skólanum sem var þá FVA hvort krakkagríslingurinn hún systir mín væri að stelast í PlayStation án þess að spurja mig um leifi.

Lísa hætti að kveikja á sér nú um daginn af mannlegum ástæðum, allvarlegrar villu þegar ég var að reyna að uppfæra úr MacOS 7.0 í 7.6.1 af c.a. 30 diskettum sem voru útbúnar í PC-vél sem keyrir Linux.

<i>Lísa, ég á eftir að sakna þín.</i>


(Ef þessi korur hefði verið sendur inn sem grein hefði hún ekki verið samþykt fyrr en eftir hálfan mánuð ef hún hefði verið samþykt.)<br><br>[ <a href="http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=grugli">grugli</a> ]-[ <a href="mailto:stebbivignir@simnet.is?subject=hugi.is%20-%20">stebbivignir@simnet.is</a> ]-[<a href="http://kasmir.hugi.is/grugli/">Kasmír-síðan mín</a>]