Eru menn að lenda í því að browser sé að krassa? Er búinn að prufa bæði þann leiðinlega Safari og eins Google Chrome ... þetta er stöðugt að krassa, einkum ef ég fer inn á íslenskar fréttasíður t.d. mbl og einkum þó visir.is - mér sýnist að þær séu svo yfirkeyrðar af auglýsingum að þær drepa allt niður í spjaldtölvum. Er með iPad Air 32 GB og virðist vera nóg minni laust ... samt krassar draslið út og suður einkum ef ég hef ekki þolinmæði í að bíða eftir að síðan klári að hlaðast inn og fer að skruna niður síðuna áður en því er lokið. Kannast einhver við þetta vandamál og veit einhver um lausn?