Er sem sagt með til sölu aluminium Apple PowerBook G4 15" í mjög góðu ásigkomulagi.
Bodyið heilt og vel með farið. Er nýbúinn að láta fara yfir hana og strauja hana.
Setti upp á hana Leopard en læt uppsetningardiskana fyrir Tiger fylgja með.

Lét líka fara yfir tengingarnar á spennubreytinum þannig hann er í dúndrandi góðu ástandi.
Rafhlaðan á vélinni er orðin mjög lúin, endist ekki nema í kannski 10mín. En nýja rafhlöðu má fá á ebay á rúma 30$ hjá aðila sem sendir beint hingað til landsins.

Nánari upplýsingar:
1.67 Ghz PowerPC
1 GB Minni
80 GB Harður Diskur
Baklýst lyklaborð

Læt fylgja með Airport Express sem gerir manni kleyft að tengja þráðlaust í hljómtæki og prentara. (fyrir þá sem eiga ekki hljómtæki sem styðja Airplay).

Einnig fylgir með User Manual (enn í upprunalega plastinu!) og eftirfarandi breytar/converterar:
S-VHS í Video
DVI í VGA
DVI í HDMI

Þennan dúndur fína pakka sel ég saman á 40þ. en skoða hin ýmsu skipti. Endilega prufa að henda á mig skiptidílum, segi í versta falli nei. En helst er ég heitastur fyrir einhverri góðri compact myndavél eða einhverjum DSLR hlunk, PlayStation 3 eða hugsanlega X-Box.

Ef mjög góð skipti bjóðast þá er ég mögulega til í að láta mjög vandaða fartölvutösku (keypta hjá Apple á sínum tíma með vélinni) sem smellpassar utan um öll herlegheitin á milli.