Oft nýlega þegar ég er bara að hlusta á tónlist stoppar lagið bara alltíeinu, þannig ég fer í iTunes og ýti bara eitthverstaðar til að sjá hvort það sé frosið, þá get ég valið eitt lag (bara klikkað einu sinni á það), og þá frýs iTunes í smástund, svo byrjar lagið í svona 3 sek, frýs aftur og yfirleitt verður það eðlilegt í nokkrar mínútur eftir það, en núna er það búið að endurtaka sig svona í smástund..

Þetta byrjaði fyrst þegar talvan kom úr viðgerð eftir að harði diskurinn krassaði, svo fór ég með hana aftur afþví að það helltist yfir hana og það á að vera allt nýtt inni í tölvuni, þannig mér finnst þetta ólíklega tölvuvesen..

Er með nýjasta iTunes, nýjasta software update-ið og allt, er á 15" macbook pro.

Plís hjálp?
Stjórnandi á /hjol