Eftir sumarfrí kveiki ég á rúmlega eins árs MacBook'inni minni og batteríð hleðst ekki, sýnir aðeins 0% hleðslu.

Nú hef ég verið að reyna að leita mér upplýsinga með hjálp google. Vandamálið virðist vera algengt og eina lausnin á því er nýtt batterí sem Apple ætti að greiða út.
Það virðist þó vera þannig að Apple á Íslandi séu ekki reiðubúið að láta 2 ára ábyrgðina ná yfir batteríið jafnvel þó að engann veginn sé hægt að kenna mér um dauða batteríisins.

Hefur einhver reynslu af svona og gæti gefið mér ráð?

Takk
snoram