Þannig er mál með vexti að ég var að kaupa mér glænýjan iPod Nano. Þegar ég kom heim með gripinn var ég mjög spennt að setja hann upp, en um leið og ég sting honum í samband við tölvuna segir hún mér að ég þurfi að fá mér itunes 8.0 í minnsta lagi svo hann virki.

Allt í góðu með það, ég downloada því og svona. Neinei þegar það er komið segir tölvan mér það að ég þurfi að sækja nýrra Quick Time til þess að þetta nýja itunes virki. Þarna er ég farin að vera svolítið pirruð, en okey, fer aftur á apple síðuna og sæki mér nýrra QuickTime.

Þegar ég er hálfnuð með að downloada QuickTime poppar upp gluggi sem segir mér að ég þurfi að vera með Mac OS X version 10.5. Ég fer aftur á apple síðuna, orðin virkilega pirruð á þessu og finn eitthvað 10.5.8 og sæki það, og þegar það er komið segir tölvan mér það að það ÞURFI að vera 10.5 ! Svo núna er ég búin að leita og leita, en finn hvergi bara 10.5 :(

Ég er þessvegna núna í örvæntingu minni að senda inn þessa grein í von um að einhver tölvu-snillingur geti hjálpað mér, áður en ég verð virkilega geðveik á þessu öllu saman. Ef það hjálpar eitthvað þá á ég MacBook fartölvu..

Öll hjálp er vel þegin :)
.the best things in life are unseen - thats why we close our eyes while we kiss, wish, and dream.