Halló halló, ég var að velta því fyrir mér hvort einhver hér vissi um forrit svo gerir það mögulegt að horfa á region-læsta diska í maccanum mínum, en ég á þó nokkra diska sem ég hef ekki horft á í langan, langan tíma síðan DVDspilarinn minn dó.

Ég veit að það eru til mörg svona forrit á PC tölvur (sbr. AnyDVD) en hef aldrei heyrt um þannig á Mac. Ég hef heyrt að hægt sé að flasha drifið en ég treysti mér ekki alveg í það.

Í von um góð svör.
kv. Yggu