Síðasta haust keypti ég mér Macbook Pro, og er yfir höfuð mjög ánægður með hana. En það er eitt sem ég hef verið að reka mig á nýlega sem angrar mig mjög mikið.

Þannig er mál með vexti að ég hef yfirleitt alltaf bara notað touchpad-ið. En síðustu daga hef ég verið að nota músina mína (ekki mac mús heldur Logitec.) og það er einhver “fítus” í macanum sem hægir alveg hrikalega á músini ef ég er að hreyfa hana hægt. Eitthvað acceleration dæmi eða eitthvað álíka.

Þannig að hreyfing á músinni sem myndi duga til að koma henni yfir allan skjáinn venjulega færir kannski rétt um 1/5 af skjánum ef ég hreyfi hana hægt. Ég vil geta stillt þetta þannig að hún hreyfist alltaf jafn mikið hlutfallslega á skjánum og ég hreyfi músina en ég finn enga stillingu fyrir þetta.

Svo ég kasta mér á náðir ykkar sem þekkið betur til ;)