Halló.

Ég er að lenda í skrítnu veseni með Firefox á iMaccanum mínum.

Það lýsir sér þannig að Firefoxinn er hættur að meika hugi.is.
Ég kemst inn á huga og svo þegar ég ætla að browsa e-ð innan huga fer bara allt í lás. Ekkert gerist.
Það er samt eins og vafrinn sé að reyna (waiting for hugi.is/…) en það er eins og tíminn renni út og fæ þau skilaboð, á hvítum skjá, að þetta áhugamál sé ekki til + einhver óskiljanleg talnarulla…

Ég er að skrifa þetta í gegnum safari sem á í engum erfiðleikum með huga.
Það er eins og hugi.is sé eina síðan sem Foxinn hreinlega ræður ekki við:(

Hvað gæti þetta verið?
Þarf ég að breyta einhverjum stillingum?
eyða einhverjum coockies?
eða caches?
Gæti verið að RSS dæmið sé e-ð að fokka í þessu? (Ég nota þetta RSS aldrei og ætlaði að prufa þetta á huga um daginn. Ég kláraði ekki ferlið og hætti við (að ég held)).

Please help! Ég nenni ekki að þurfa alltaf að hafa báða vafrana opna, einungis vegna huga.

kær kveðja
Gunni W
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~