Sæl veriði, var að skoða á þessari slóð: http://store.apple.com/us/browse/home/shop_mac/family/macbook_air/

Er að spá í að kaupa mér Air fyrir skólann í haust, mun að öllum líkindum kaupa hana í Bandaríkjunum og ég var með nokkrar spurningar.

1. Er eitthvað sem maður þarf að passa ef tölvan er keypt úti? Þarf maður ekki bara að verða sér úti um hleðslutæki sem að passar í rétta kló?

2. Eini munurinn sem ég sé á þessum tveimur tölvum er Örgjörvinn, annarsvegar 1,6 en hinsvegar 1,84. Samt sem áður er töluverður verðmunur á þeim báðum. Fyrir mann sem er bara að hugsa þetta í skólann, downloada bíómyndum og tónlist og vafra á netinu er þá samt sem áður vit í því að punga út smá extra pening fyrir 1,84 örgjörva?

Bætt við 6. febrúar 2009 - 17:20
Ath. ég er meðvitaður um skatta og tolla við að koma með tölvuna til landsins og eins gallana sem að fylgja air eins og ekkert geisladrif og fleira. Var meira bara spá í muninum á þessum tveimur gerðum af macbook air sem eru í boði :)