Ég er mikill trivia.is spilari en ég á í rosalegum erfiðleikum allt í einu með að sjá íslenska stafi í trivia. Ég gerði eins og Mac OS X stillingar sögðu fyrir um fyrr í haust og allt gekk vel þá. En eitthvað breyttist og þessar stillingar duttu út. Ég fór aftur inn í trivia hjálpina og ætlaði að setja þetta inn aftur en tók eftir að Java Preferences hefur eitthvað breyst! Það er enginn gluggi sem heitir Java Applet Runtime Parameters í General flipanum og þar með enginn gluggi til að stimpla textann/kóðann inn sem þurfti til. Ef ég kynni að gera Print Screen á Mac gæti ég sent inn mynd af því hvernig Java Preferencið lítur út hjá mér.

Einhver hjálp hvernig á að breyta þessu??
Shadows will never see the sun