Vinur minn sem er með Apple Development samning (hann er einn af
Toreque náungunum) var að segja mér að hann hefði fengið MacOS 10.1.3 í
dag og er hún titluð 5Q28 og lagar ýmis smávandamál; Aukinn stuðning við
ýmsa brennara, betri stuðning við ýmsar stafrænar myndavélar og ýmsar
lagfærslur fyrir OpenGL. Einnig er auknar viðbætur í “network” eiginleikum
kerfisins og öryggis eiginleikum þess, SSL stuðningur í póst sendingar,
uppfærsla á OpenSSH og tengihluta LDAP og Active Directory services.

Apple hefur hins vegar lýst því yfir að þetta sé ekki loka útgáfan af 10.1.3
og þeir ætli að bæta einhverjum smá viðbótum við og mun loka útgáfan
líklega líta dagsins ljós um miðjan febrúar.