Þannig er mál með vexti að ég er að fara að flytja til DK í nokkra mánuði í lok ágúst og stefni á að kaupa mér fartölvu. Ég hef brennandi áhuga á tónlist og hef gælt við þá hugmynd að prodúsera eitthvað mér til gamans og nota tölvuna líka til þess að plötusnúðast (ásamt öðrum tækjum) og einhvernvegin held ég að macbook pro sé kjörið í það hlutverk.. en ég vildi bara fá smá feedback áður en ég færi að henda mér í eitthvað sem ég veit rosalega lítið um. MAC eða öðruvísi?