Já það er þannig að aðal tölvan mín er MacBook Pro, ég er með lyklaborðið mitt og mús tengda við hann og auka skjá. Það sem mig vantar að gera er að stjórna pc tölvunni minni, þ.e. nota sama lyklaborð og mús og láta hana koma upp á skjá hjá mér án vesens.

Ég hef heyrt um VNC og þessháttar forrit en það sem ég er að vona eftir er einhver leið til geta opanð pc tölvuna úr makkanum eins og ég sé í þeirri tölvu ekki makkanum, mig vantar að geta stokkið á mill tölvanna og ekki eins og með VNC svona örlítið hægt, ég vil hafa það eins og sé beint við tölvuna.

Ég er ekki að tala um einhverja pc tölvu út í bæ, ég er að tala um pc tölvu sem væri undir borði hjá mér, er einhver leið að stýra henni án nokkurs latencys svona?
Palli Moon