Ég var að gramsa eitthvað í gær að leita að dóti til að fikta í og fann forritið Net4Mac. Þetta er sem sagt svona batterý eins og Myspace og Facebook, nema hingað inn kemstu eingöngu á Mac tölvu. Þetta er tiltölulega nýkomið í gagnið og því ekki nema rúmlega tíu þúsund notendur sem stendur. Mér datt í hug að benda öðrum hérna á þetta. :)

Hægt er að sækja forritið hingað (skrolla niður): http://www.net4mac.com/english_download.html

Bætt við 26. júlí 2008 - 11:11
Ah, p.s.
Það þarf ekkert að borga neitt eða svoleiðis, ef þið skylduð hafa verið að pæla í því.