Sælir Maccarar

Nú er ég ekki mikið í tölvum og hef ekkert myndið mér neina skoðun á þessum Mac vs. PC dæmi, en mig langaði til að spyrja ykkur að nokkru.
Nú tala allir um það að aðal kosturinn við Mac fram yfir PC er hvað þeir eru mikið betri í myndvinnslu og öllu svoleiðis dóti. En þá spyr ég, afhverju eru þeir það?
Nú er hægt að kaupa sér PC tölvu sem er með nákvæmlega sama minni, harðadisk og allan vélbúnað, og svo er líka hægt að fá öll þessu helstu forrit sem eru notuð líka fyrir PC, afhverju er maður þá betur settur með Mac? Er það kannski bara stýrikerfið?

Bætt við 2. maí 2008 - 20:56
Ég meinti auðvitað allan sama vélbúnað og Mac tölva er með :)