Lenti í því fyrir mörgum mánuðum reyndar að ég var að hlaða inná ipodinn minn lögum í tölvunni minni og þegar ég tek hann úr sambandi þá dó bara á honum! Sama hvað ég hef reynt að gera þá kviknar ekki á honum aftur. Ipdinn var kanski 2 mánaða gamall en var aldrei í ábyrgð hérna því hann var keyptur í japan sem gjöf fyrir mig.

Ég var semsagt að pæla hvort þið
A) Kannist við þetta vesen og hvað þið gerðuð
B) hvort það sé einhver einföld lausn á þessu eða hvort ég þurfi að fara með hann í viðgerð og
C) Hvað kostar viðgerðin ca á svona ipod nano'um?

Öll hjálp eða leiðbeining vel þegin