þannig er mál með vexti að foreldrar mínir eiga makka sem er frá 1988 sem þau nota enn í dag. hann pabbi gamli fjárfesti í fyrir um ári í svona mac mini til að geta farið á netið og sum. nú langar karl greyið að fara að losa sig við gamla makkan en öll vinnan hans er þar og þekking mín á tölvum almennt lítil. ekki gætuð þið sagt mér hvort það sé heil brú í þessu: að setja alla vinnuna hans á floppy diska, redda sér færanlegu floppy drifi, einhverjum converter og færa þetta yfir á nýja makkan? er þetta hægt eða þetta algjörlega ómögulegt? ég myndi spurja stóra bróður minn en hann er í austurríki og búinn týna símanum sínum!