Málið er það að netið hjá mér virðist hafa eitthvað ótrúlega mikið á móti Ipodum.
Erlendar netsíður eru ótrúlega lengi að hlaðast í Safari og ég get með engu móti náð í forrit í Installer.
Download stikan hreyfist svona millimeter og stoppar síðan bara. Alveg sama hversu lengi ég bíð það gerist ekki neitt. Hef prófað að ná í eitthvað hjá vinum mínum og líka í kringlunni og þá tekur þetta svona sekúndu.
Er með 8mb tengingu hjá vodafone. Búinn að prófa að skipta um rás á þráðlausa netinu og fleiri stillingar í routernum en það breytir engu. Er með fartölvu hérna heima og þráðlausa netið virkar fínt á henni. Dettur ykkur eitthvað í hug hvað gæti verið að?