Ég á Macbook og nánast öll forritin hafa tekið upp á því að crasha alveg endalaust… Þau virka fínt í svona 5 mínútur síðan crashar allt! og þá venjulega allt í einu.
Þetta er að gera mig geðveika! Ég er að skrifa ritgerð sem á að skila á morgun og eftir tveggja vikna vinnu kláraði ég þennan viðbjóð áðan og hvað gerist um leið og ég ýtti á save? CRASH!
Þannig ég kem til með að vera að skrifa í alla nótt..

Er eitthvað sem ég get gert sem svona quick fix þannig að ég geti allavega save-að þessa ritgerð áður en ég fer með tölvunni upp í apple á morgun

Bætt við 17. janúar 2008 - 21:39
og bara svona til að útskýra þá var ég búin að save-a þetta file oft áður en eftir að wordið crashaði seinast þá er það horfið.
Ég er ekki að dissa þig… Hálfviti!