Var að fá glænýjan Ipod Touch sem systir mín keypti fyrir mig í London.
Reyndi að kveikja á honum þegar ég fékk hann (þeir koma nú vanalega eitthvað smá hlaðnir) en það gekk ekki. Tengdi hann við tölvu og þá fékk ég upp “Ipod Touch in Recovery mode” og að ég þyrfti að Restore-a Ipodinn minn. Fannst þetta afskaplega skrítið þar sem þetta er glænýr Ipod en gerði Restore samt sem áður en þá fæ ég bara upp eitthvað á við “Ipod could not be restored - Error 1604”.
Er búinn að googla þessu aðeins og flestir sem eru að fá þessa villu eru þeir sem eru búnir að vera að jailbreak-a ipodinn. Það eru hundrað mismunandi leiðir sem “laga” þetta á netinu, flesti allt eitthvað sem fólk hefur fundið út með fikti en ég er búinn að prófa meiri hlutan af þessu og ekkert gengur.
Eina sem ég á eftir að prófa er að reyna að setja upp firmware 1.1.1 en ég las einhversstaðar að það hefði gengið hjá einhverjum sem fékk þessa villu.
Hefur einhver hérna fengið hana og tekist að laga hana? Get ég skipt eða sett Ipodinn í viðgerð í apple búðinni hérna heima?