Error 70001, hvað í andskotanum er það?!?

Þetta kemur alltaf upp þegar tölvan er búin að bjóða mér að skipta um DVD region, en samt segir hún að ég geti breytt því einu sinni enn.
Tölvan er núna stillt á region 1 en ég ætla að hafa hana varanlega á region 2.

Getur einhver sagt mér hvað ég get gert, hænuskref fyrir hænuskref?

Bætt við 30. desember 2007 - 01:06
Þetta reddaðist rétt eftir að ég bjó til þráðinn.
Setti annan disk í og hún leyfði mér að skipta eins og skot.

Takk samt fyrir hjálpina.
:-)