Sæl veriði.
Nú nýlega keypti ég mér mac og hef notað hana við góðan orðstír.
En það er eitt vandamál. Þegar ég er á Adium og tek á móti skrám t.d lögum og slíku þá er hraðinn alveg skelfilegur.
1,3 kb sec er hraðinn þegar ég er t.d að ná í mynd frá bróður mínum sem er á sama neti og ég.
Og 3-4 kb þegar ég næ í lög frá vinum úti bæj.
Það er ekki mönnum bjoðandi sem eru með háhraða internet og vanir góðum hraða.
Þannig ég spyr ykkur hvað geti verið vandamálið hjá mér ?