Ég fékk ipod í afmælisgjöf, 30gb. Ég var frekar sátt (vildi samt creative zen) og notaði hann mikið til að byrja með, síðan kom upp vandámál, ég hætti að sjá á skjáinn. OG ég reyndi að enduræsa hann, en allt kom fyrir ekki hann hætti að kveikja á sér. ´
Eg er búin að eiga gripinn í hálft ár, pabbi hafði keypt hann, en þar sem hann notaði hann ekkert gaf hann mér þetta í afmælisgjöf.
Ég fór með þetta í viðgerð, og þeir tilkynntu mér að þar sem þetta var keypt fyrir ári og 20 dögum þá er hann ekki lengur í ábyrgð, og þetta sé líklega harði diskurinn sem er ónýtur og þá borgar sig ekki að láta gera við hann. DRASL. Ef harði diskurinn er ónýtur á innan við háls árs notkun er þetta framleiðslugalli, og þeirr vilja ekkert fyrir mig gera.
Ég hefði átt að fá creative spilara, það er allavega það sem ég bað um. Ég hef átt þannig mp3 og hann er enn virkur og í fínu lagi eftir 4 ára notkun. Bæði minn pabba og systur minnar. Þar að auki sem það er mun einfaldara að setja lög inn á hann í hvaða pc sem er. Þannig núna notast ég bara við gamla litla mp3 spilarann minn.
Flestir sem ég veit um hafa lent í einhverju veseni með þetta ipod drasl og það er ómögulegt að gera við þetta.

Ég fyrir mitt leiti vil aldrei eyða peningum í neytt apple drasl aftur.
Diamonds arn´t forever….. Dragons are