ATI-vandamál

Ég ákvað að eyða öllu af harða disknum mínum og byrja alfarið upp á nýtt. Síðan setti ég inn Mac OS 9.2.0 (var með 9.0.4 áður) og Mac OS X.1. Einnig náði ég mér í nýjustu rekla fyrir ATI Radeon kortið mitt. Síðan þá hef ég verið með mikil vandamál. Tölvan frýs statt og stöðugt á einhvern undarlegan hátt. Hægt er að hreyfa músarbendilinn og þegar ég ýti á Caps Lock takkann þá blikkar ljósið eins og venjulega; sem oftast bendir til þess að tölvan sé ekki frosin. En hún er það nú samt!

Eftir mikið púður þá tókst mér að einangra viðbótina sem olli þessu: ATI Graphics Accelerator.
Þegar ég geri þessa viðbót óvirka þá frýs tölvan ekki. Gallinn er samt að það er hræðilegt að nota tölvuna svona þar sem að “screen redrawið” er ferlega hægt.

Ég hef komist að því að Mac OS 9.2.1 innihaldi uppfærða ATI rekla em ekki er hægt að nálgast annars staðar. Hinsvegar hef ég ekki nógu hraða internettengingu til þess að ná í þessa uppfærslu.

Því væri ég feginn ef einhver með Mac OS 9.2.1 gæti mögulega sent mér ATI-reklana í pósti: bgunnarsson@simnet.is .
Ég veit að ég verð hvort eð er einhvern tímann að ná mér í stýrikerfisuppfærsluna en eins og er þá verð ég ná tölvunni í sæmilegt form á ný þannig að hægt sé að vinna á henni.

<br><br><br><br>
———————————–
“And he that breaks a thing to find out what it is has left the path of wisdom.”
<br>
<IMG SRC="http://www.simnet.is/hringur/hugi/banner.gif“ alt=”“ align=”left“> <a href=”http://www.simnet.is/hringur">Íslenski LOTR vefurinn</a><br><b> íslenskur vefur tileinkaður Lord of the Rings-trílógíunni</b>

* Ítarlegar upplýsingar um kvikmyndirnar
* Upplýsingar um sögurnar
* Um Tolkien sjálfan