Sælir, ég er í veseni með MBP tölvuna mína.
Rúmur mánuður síðan ég fékk hana og allt í fína.
Nema að ég fór til félaga míns og ætlaði að tengjast þráðlausa netinu hans og deila smá músik og læti, það gekk ekki og ég hef fokkað einhverjum stillingum í tölvunni í leiðinni og kemst ekki á þráðlausa netið mitt aftur. Í status barnum er bara píla yfir bylgjunum sem tákna styrkinn á netinu. Hef reynt að nota Network Diagnostics.. er hjá hive með venjulegan router.. telst þetta ekki sem AirPort network eða ? Reyni svo að nota closed network og set núll og x fyrir framan network keyinn neðan á routernum eins og hive segja manni að gera og restarta routernum.. en ekkert virkar.

Svo er þetta DHCP/PPPoE sem ég veit ekkert hvað er.. vel bara DHCP :/

Anyways.. ef einhver kannast við svona vesen væri frábært að fá smá hjálp í þessu áður en ég fer niður í Apple búð.