Sælt veri fólkið.

Ég er að fara að halda áfram í skóla næsta haust og ég ætla að fá mér tölvu fyrir þann tíma (er í eins árs fríi frá skóla) en nú er ég strand.
Ég veit að á öllum helstu teiknistofum og flestum ef ekki öllum myndlistarskólum eru Macintosh enungis notaðar í graffískri hönnun og hönnun/myndlist af ýmsu tagi.
Persónulega lýst mér mjög vel á nýju iBook (sú dýrasta á apple.com ekki apple.is) en nú fékk ég tilboð frá Tæknival sem er PC tölva með 1500 MHz Amd Athlon örgjava og ýmsum búnaði í samræmi við þennan örgjava(leiðréttið mig ef ég skrifa þetta vitlaust:) m.a. gott móðurborð við hann, 512 MB í vinnsluminni, 40 GB harðan disk o.s.frv. Þessi pakki hjá þeim kostar c.a. 260 þúsund, eða 5000 kr. minna en stærsta iBookin hjá Appleumboðinu á Íslandi í dag(samkvæmt heimildum á heimasíðu þeirra) og eru tveir skjáir á þessari PC tölvu (“15 flatskjár og ”19 venjulegur).
Sjálfur er ég vanur að vinna á PC til fjölda ára en þar sem ég ætla mér áframhaldandi nám í LHÍ en er að fara í skóla sem að PC tölvur eru allsráðandi, hvort ætti ég að taka?

mystic
nossinyer // caid