Ég er stoltur eigandi Canon EOS350 myndavélar og 15" Mac PowerBook. Þegar ég var nýbúinn að eignast vélina þá hlóð ég myndunum inn á tölvuna þá opnaðist forritið sem ég nota og ekkert vesen. En svo allt í einu um daginn þá opnaði tölvan bara iPhoto og vildi bara að ég notaði það til að hlaða inn á, án þess að ég gerði nokkuð. Ég vil ekki nota iPhoto heldur forritið mitt takk fyrir.

Er ekki hægt að stilla það einhversstaðar og velja hvaða forrit maður vill að opnist?
Heaven smiles above me