Ég er hérna að spá í að kaupa mér nýjann makka og eftir miklar pælingar var ég búinn að ákveða að skella mér á nýja iMakkann.
En þegar ég náði loksins tali við sölumann hjá ACO-Apple til þess
að spurjast fyri um gripinn tilkynnti hann mér að það þyrfti að sér panta hann vegna þess að frá honum væri svo stutt í G-fjarkann hvað verð varðar.

Nýi iMakkinn:
Örgjövi:G3 700 MHz
Verð: 239.900 kall

G4:
Örgjövi: G4 466 MHz
Verð: 246.890 kall

Þarna munar 234 MHz en samt er G-fjarkinn dýrari, ég þarf afl vegna þess að ég er að vinna með þunga þrívíddarvinnslu og Nú spyr ég…
Var sölumaðurinn að tala af viti eða var hann bara að reyna að græða pening?