MacOS 10.1 er nú loks komið í Apple búðin skeifunni 17. Búinn að ná í hann, þó svo að ég hafi verið kominn með stýrikefið nú þegar, skemmtilegra að eiga alvöru útgáfuna). Pakkinn inniheldur MacOS 10.1 uppfærslu disk (verður að vera með MacOS 10.0.x inni til að það installist) , 9.2.1 uppfærslu disk, kynningar bækling um MacOS 10.1 og fullt að lagar skjölum. (Pakkinn er vel hannaður og fer vel inn á hvert heimili…)

Allir sem eiga Mac OS X 10.0.x eiga rétt á ókeypis uppfærslu í Mac OS 10.1, það eina sem þú þarft að gera er að mæta niðri Apple búð með nótu sem sínir kaup þín annað hvort á tölvu sem MacOS 10.0.x fylgdi með eða nótu fyrir kaupum á stýrikerfinu sjálfu.

Allir sem eiga rétt á þessari uppfærslu hlaupa (eða keyra) strax niðri Apple búðina við fyrsta tækifæri.

P.S. Munið svo að ná í nýju staðfæringuna á 10.1 á apple.is ;)