Jæja, ætlaði mín ekki að skella sér á MacBook, þessa á 150.000 kr. föstudeginum fyrir gamlársdag en neinei, allt uppselt og afgreiðslumaðurinn sagði að næsta sending kæmi aðra eða þriðju vikuna í janúar. Ég lagði inn pöntun og allt í góðu en samt sem áður súr á svip, því gamla tölvan (HP fartölva) crashaði á Þorláksmessu vegna vírusa og sölumaðurinn sem sýndi mér tölvuna ákvað ekkert að láta mig vita að hún væri ekki til á landinu.

Jæja, þið sem hafið keypt ykkur tölvu í Apple á Íslandi, stenst þessi tími? Segja þeir að þetta séu 2 vikur þegar það eru í raun 2 mánuðir?

Annað, er staðgreiðsluafsláttur hjá þeim?