Sælir Mac aðdáendur. Nú fer að koma að endurnýjun á tölvukosti heimilisins. Ég hef alltaf unnið á PC og ekki komið nálægt Mac. Hins vegar hef ég heyrt að þeir sem vinna á Mac eða fara af PC yfir á Mac vilji alls ekki fara til baka.

Ég er opinn fyrir því að skipta en langar að heyra helstu kosti og galla þess að fara yfir á Makka.

Getið þið frætt mig um málið? Kannski reynt að “selja” mér hugmyndina?