Sælt veri fólkið.

Ég á PowerBook G4 og búin að eiga hana í 2 ár. Kann því sæmilega á hana. Ég þurfti í hraði að losa pláss á tölvunni minni. Og veit að maður á ekki að setja hluti sem maður VILL eiga í trash og gera svo “emty trash”…….eeeeeen það var ég að enda við að gera óvart. Skil ekki hvernig mér tókst að blanda MIKILVÆGASTA foldernum minum við folderana sem ég var að fara að eyða útaf…en það gerðist. S.s. tveggja ára vinna í vaskinn. Flest á ég þó back up af..en ekki öllu.

Mig langar alveg rosalega að láta tölvuna mina bara bakka um svona eins og…EINN DAG. Hef heyrt að það sé hægt en ég bara kann það ekki og veit ekki hvað það er kallað og get því ekki flett því upp í HELP.

Ef e-r veit hvað ég er að tala um…viljiði þá endilega benda mér á hvar ég finn upplýsingar um þetta eða hvað þetta er kallað…eða hvernig í ósköðunum þetta er gert……eða bara koma m alveg nýja lausn á þessu máli. Alveg sama….bara e-r HJÁLP!

Takk

ein á bömme