Eftir tiltölulega óspennandi NYExpo í sumar, væri nú gaman
að fá eitthvað róttækt og skemmtilegt fram á sjónarsviðið. Það
er allavega gaman að spekúlera hvað getur mögulega komið
fram. Apple segjast ekki ætla að kynna meiriháttar breytingar í
vélbúnaði, en það finnst mörgum að tími sé kominn til að
peppa upp á Titanium vélarnar í tifhraða og bjóða upp á
brennslu í þeim, og Jobs væri alveg maðurinn í að koma fólki
á óvart ef að það er hægt. Rumors síður eru ekki sammála
um það sem koma skal, en fæstar þeirra eru mjög bjartsýnar.
10.1 verður örugglega sterkur hluti af kynningunni, og
sömuleiðis vonast maður til þess að sjá Adobe koma fram á
sjónarsviðið og segja okkur hvernig gengur… Er einhver til í að
spá fyrir um nýjungar?