Ég veit ótrúlega lítið um tölvur en er að fara að kaupa mér ferðatölvu ætla að kaupa mér Apple tölvu og var að skoða eitthvað á Apple.is. Þar var svona frekar ódýr tölva miðað við hinar, iBook G4, og ég var að pæla; er hún ekki það nýjasta nýtt? Því ég ætla sko ekki að kaupa mér neitt drasl og ég þarf tölvu sem ég get tengt iPod í. Ég þarf að nota hana í skólanum og vil ekki of stóra. Hvaða tölvu er best að kaupa á ásættanlegu verði?