Ég er að fara að kaupa mér fartölvu og var að spá í að fá mér mac. En síðan var tölvuverkfræðingur að segja mér að það er ekki gáfulegt! Vegna þess að þá get ég ekki náð í skjöl af netinu inná mySchool t.d og fólk í menntaskólum er í miklum vandræðum með þá vegna þess að systemið á milli PC og mac er ekki nógu fullkomið! Ætti ég samt að fá mér macca? Hafið þið lent líka í veseni í sambandi við þetta?