Jæja, Nú er maður búin með Grunnskólann og tími til komin að fara í Frammhaldsskóla.
Og þar sem ég er svona _semi_ háð tölvum, þá er náttúrulega algjör nauðsyn að fá sér fartölvu fyrir næsta skólaár. Ég hef alltaf átt pc en eftir að hafa eitt einni viku (ekki samfleytt) í makka þá er ég gjörsamlega ástfangin :)
Þetta virkar allt svo vel, engir vírusar, flottir, ekki svona hræðilega slow og pc og já, bara draumur í dós.

En ég er ekki viss um að kaupa mér Makka fyrir frammhaldskólann þar sem að flestir skólar mæla með Windows XP Home. Eru mAkkarnir alveg að standa sig sem skóla tölvur eða?

Svo er líka eitt. Þar sem ég er enn unglingur og er ekki alveg að hafa efni á öllum forritunum svosem Photoshop, illustrator, Flash Mx og svona, Er ekki hrikalega erfitt að ná í _stolnar_ útgáfur af þessum forritum fyrir makka?

Og líka, Hvernig tölvu munduð þið mæla með?