Flestir vita af þessu nú þegar, en svona til öryggis þá datt mér í hug að senda þetta inn.

Ég á Sony Ericsson T610 síma með Bluetooth búnaði og PowerBook 15" SuperDrive einnig með innbyggðu Bluetooth.
Ég var svona að gramsa eftir ýmsum möguleikum sem að þessi tvö apparöt byðu upp á, en ég nota stundum síman sem módem með bluetooth þegar við fartölvan erum fjarri góðu gamni. Á gramsinu fann ég þetta snilldar forrit sem kallast Romeo. Eftir að hafa sett þetta forrit inn, kveiki ég á Bluetooth búnaðinum bæði í tölvunni og símanum og smelli á connect í forritinu. Þá get ég notað símann sem fjarstýringu á tölvuna: Gert allt það helsta í iTunes, hreyft og smellt músinni, stjórnað slideshow í PowerPoint og Neo Office og stjórnað DVD forritinu líka.
Ef þetta er ekki nóg, þá er líka hægt að sækja add-ons á heimasíðunni sem að bæta við fleiri möguleikum. Einnig segja þeir að auðvelt sé að búa til sín eigin add-ons, en ég á eftir að kanna það betur.

Þetta er hægt með flestum Bluetooth farsímum, en Romeo er ókeypis og virkar fyrir:
Sony Ericsson t39
Sony Ericsson t68 og t68i
Sony Ericsson t610
Sony Ericsson t616
Nokia 3650 (hef ekki séð þennan Nokia áður).

Ef þú ert forvitin/n og átt Bluetooth síma sem er ekki á listanum hér að ofan, þá svínvirkar að fara á Google og slá inn nafn símans þíns ásamt orðunum “bluetooth” og “remote”.

-Þá er ég hættur að skrifa og farin að fikta meira í þessu. :)