Jæja strákar, nú er komið að því sem allir hafa verið að bíða eftir!
Makkalan 2003, LAN haldið í samstarfi við Apple IMC og verður líklega haldið í ÍR húsinu með góða aðstöðu, ókeypis er inn og keppt verður í Quake 3 [instagib líklega], MOHAA, og WC3:TFT. Þar sem að við erum með umboðsaðila apple á íslandi verða leikirnir að vera löglegir (fyrir utan quake 3, þar sem að þú þarft ekki CD-Key til að spila hann í multiplayer á LAN'i).

SJÁ NÁNAR Á: http://www.mac-lan.tk !! allar upplýsingar verða gefnar fram á þeirri heimasíðu, einnig er mælst til þess að þið skráið ykkur svo við getum fengið lauslega hugmynd um mætingu á þennan stórviðburð.
LÁTIÐ YKKUR EKKI VANTA!! iMac drusla er nóg fyrir quake 3 en G4 þarf fyrir wc3 og líklega svipað fyrir MOHAA. Það getur vel verið að það verði boðið upp á pizzu á staðnum og við lofum góðri stemmningu sem verður laus við alla CS lúða ;)

Góðar stundir hugarar!!
aka: (:XTC:), SuperSonic, Blackness, pikachew, murderess, JennaJameson og margt margt fleira..