Ég veit ekki hvort þetta eigi heima hér í greinum því ég er
meira með fyrirspurnir. Þannig er að ég á 1 árs gamlann
makka með mac os X og ég hef aldrei getað prentað með
prentaranum mínum sem er Epson Stylus C70 þegar ég hef
tengt hann við makkan og svoleiss, ég fékk að vita að ég ætti
að sækja eitthvað sem heitir “gimp-print” og ég gerði það, en
veit satt að segja ekkert hvað ég á að gera við það nú þegar
ég er búin að downloada því og er orðin frekar pirruð að geta
ekki prentað á makkanum alveg eins og ég get á pcinum (það
er semsagt ekkert að prentaranum)
Annað sem mig langar að vita er hversvegna þegar maður er
með blogg að maður hefur ekki sömu möguleika þegar
maður er að posta eins og á pc, það koma ekki upp takkar til
að gera link eða feitletra og heldur ekki á hotmail? er hægt að
koma þeim möguleikum inn? Ég hef líka lent í því á öðrum
vefsíðum að sjá ekki “takka” eða linka sem eiga að vera til
staðar á þeim?
Og hvar er hægt að fá Msn messenger 6 fyrir mac?
Ef einhver vildi vera svo góður að útskýra þessa hluti fyrir mér
þá yrði ég yfir mig ánægð!!!
með fyrirfram þökk, Groupie.