Þessi grein er tilraun til að skapa umræður hér á Mac áhugamálinu.

Ég var eitthvað að vafra á netinu um daginn og leitaði einfaldlega að “Think
Different” (Sem er, eins og flestir vita kjörorð Apple) og efst uppi kom linkur á
www.churchofsatan.com.

Ég náttúrulega varð mjög forvitinn og smellti á linkinn og var þá staddur á
heimasíðu djöfulsinns, að lesa um mína heittelskuðu tölvu.

Greinin var um það að síðan hafði verið gerð eingöngu á Apple tölvum, og
vefsmiðurinn hafi sett “Made with Machintosh” lógóið ásamt apple lógóinu á
síðuna.

Allt í lagi með það, en Apple félögum fannst þetta ekkert sniðugt að vera
bendlaðir við þetta tabú.

Á síðunni segist vefsmiðurinn hafa fengið email um að ef hann tæki ekki “Made
with Mac” lógóið af síðunni, þá yrði hann kærður fyrir höfundarréttarbrot og
síðunni lokað.

Aumingjans maðurinn hefur að sjálfsögðu móðgast við þetta og sendi mjög
kurteistlegt bréf til baka, og sagði að aðrar kristnar, sem heiðnar síður væru með
þetta lógó, og að hann gæti ekki séð af hverju hann mætti ekki hafa þessa
viðurkenningu á síðunni sinni.

Apple stóð fast á sínu og hótuðu öllu illu um lögsóknir og annað, án þess að
koma mep nein almennileg rök, og á endanum neiddist maðurinn til að taka
lógóið af síðunni sinni.

Þetta fannst mér ótrúlega slappt hjá Apple, sérstaklega með “Think Different”
herferðinni sinni, sem greinilega á ekki við um trúarbrögð eða skoðanir. Af hverju
fá satanistar ekki sömu virðingu og aðrir minnihlutahópar?

Hélt kannski að þessi grein gæti lífgað þetta dauðadæmda áhugamál við og
skapað umræður…..