Hæ allir makkanotendur!

Mig langar að heyra hvers þið væntið af nýrri verslun og hvað þið haldið að þetta þýði fyrir okkur notendurna.
Látið þið ykkur kannski dreyma um lægra (sanngjarnara) verð, eins og ég, eða breytir þetta kannski engu fyrir okkur?

Ég spurðist fyrir um væntanlegt verð á nýju PowerBook 12“ vélinni hjá ATV rétt áður en menn tóku að flýja þaðan. 230.000 !!!!!!! var mér sagt að það yrði.

—————————-
Ég er búinn að skoða verðið á þessum vélum í Danmörku. Smá dæmi út frá gengi 28.2.2003 (Ath: vaskurinn í Danmörku er 25%)

PowerBook 12” 16.990 DKK (13.592 án VSK - endurgreitt á leið útúr landinu)
16.990 * 11,3 = 191.987
þar af endurgreitt í ISK = 47.997
VSK við komuna til íslands = 37.629
Hingað komin (löglega) = 181.619
—————————-

Ef maður kaupir sér sérstaklega ferð til Köben til að kaupa þetta þar bætast svo við 14.900, alls 196.519. Þannig að enn munar rúmlega 30.000 og hér er verið að tala um að kaupa þetta beint útúr búð, á smásöluverði!
Eitthvað sem vert er að pæla í, sérstaklega ef maður á hvort eð er erindi á þessar slóðir.