Mér finnst þetta eiginlega hálfgert vesen að vera banna macos 9 á nýju vélunum af því að það er alveg hellingur af forritum sem supporta einfaldlega ekki classic og verða kannski aldrei gefin út fyrir macos x.

Leikirnir keyra miklu hraðar á 9 hjá mér, ég er á 400 mhz G4, og leikirnir hökta hrikalega í Exinu, en flawless í 9'unni, síðan er ég með gamlan scsi skanna scsi brennara, og gettu hvað, ég þarf að hafa kveikt á öllu þessu þegar ég kveiki á tölvunni í macos x, það er alltaf vesen með prentara driverana, ekkert, en ekkert vesen í 9'unni. Þannig að ég keypti mér nýjan skanna, en neinei, getiði hvað, supportar ekki x né classic, sem þýðir að ég þarf að restarta tölvuna í macos 9 bara til að skanna, og líka það seinasta sem ég vissi var að, Alcatel Speed Touch ADSL modemið er ekki supportað á 1.2.

Apple er farið að verða eins og nintendo, supportar aldrei eldri leiki, alltaf þegar kemur einhver ný tölva koma nýir dýrir leikir til að kaupa, og hinu þarftu bara að henda….apple ætti frekar að vera eins og playstation, supporta megnið af því gamla góða.

En það er ekki það að mac os x sé ekki gott, það er hrein snilld, EN það breytir ekki því að ég ÞARF oft að restarta tölvuna í 9unni til að redda alls konar hlutum sem er ekki hægt í exxinu, síðan er exxið bara svo böggað að það er ekki eðlilegt, þið sem eruð ekki með neina aukahluti tengda við tölvuna takið kannski ekki eftir því

ég er með Digital (DV)Myndavél, Skanna, Brennara, Skjákort með TV-OUT og prentara, og ekkert af þessu virkar flawlessly á Exinu, myndavélin virkar bara almennt ekki, ég ÞARF!!! að restarta í os 9 og nota iMovie þar.

Ok en bara af því að apple ákveður að allt verður í lagi og allt batnar, þá á ég að sætta mig við að lifa í þessu böggaða Exxi?, nei takk, ég…ég vill ákveða sona hluti sjálfur, ég vill ekkert að einhver CEO hjá apple sem veit ekkert í hvernig tölvuvandræðum ég er, ákveði að setja mig í ennþá meiri vandræði, þannig að engin af tækjunum mínum séu supportuð.

Sorrý, mér finnst bara alls ekki kúl að banna önnur stýrikerfi fyrr en macos x supportar 90% af því sem macos 9 gerði!