Eftir að við lentum í því óhappi að aflgjafinn í gömlu MacG4 turninum okkar dó vegna rafmagnsvesens í húsinu, varð fljótlega ljóst að nú þyrfti góða og hraða þjónustu. Við förum í umboðið,
AcoTæknival/Apple, sem tekur við vélinni og lofar að vinna í henni strax, gegn himinhárri greiðslu, auðvitað.
Þar sem það skiptir okkur meira máli að fá tölvuna heila til baka þá borgum við náttúrulega - öll gögn um fyrirtækið okkar eru á harða disknum í G4 vélinni. Aco segir að enginn varahlutur sé til á landinu, en þeir geti pantað varahlutinn, en -með- hraðsendingu taki það a.m.k. viku. Við getum ekki beðið svo lengi, reynum m.a. sjálf að hringja í birgja og athuga hvað þeir segja. Enginn á til stykkið sem vantar, aflgjafann sjálfan, og við ákveðum að í millitíðinni verði fyrirtækið bara að fjárfesta í nýrri tölvu, iBook í þetta skiptið. Þá kemur í ljós að Apple búðin á til EINA tölvu á lager hjá sér í augnablikinu, með ca 30 á biðpöntun. Þessi eina sem er til er iMac, og biðpöntunin kemur til landsins á eftir varahlutnum!
Eftir að hafa fengið áður alveg frábæra þjónustu hjá Haftækni á Akureyri, þá reynum við að hringja þangað og spyrja um varahlutinn. Hann reynist því miður ekki til þar heldur (enda hætt að framleiða nákvæmlega þessa vél) en þeir eiga til nokkrar iBook, og einhverjar aðrar sennilega líka. Þeir eiga til nákvæmlega vélina sem okkur vantar, extra minnið í hana, og svo ætla þeir bara að skutla henni út á flugvöll fyrir okkur. Til að kóróna allt saman, þá eru þeir með “skóla”tilboð á vélinni, og hún er 5000 kalli ódýrari þar, en hún myndi vera í Aco/Apple! Með sendingarkostnaði, þá er þetta samt ódýrara þaðan.
Þannig að núna er bara málið að skella iBookinni inn á verkstæði svo hægt sé að flytja harða diskinn í gömlu vélinni í aðra sem er með straum, og flytja allt draslið yfir í þessa nýju. Málinu reddað, á sólarhring, með fullt fullt af pening, en Haftækni fær mestan partinn frekar en Aco/Apple batteríið sem ekkert gat hjálpað okkur.
Móralinn í sögunni er semsagt- Aco alls ekki að standa sig- Hafækni rúlar!
-oink oink flop flop-