Þriðjudaginn 14 maí tilkynnti Apple um algera byltingu í framleiðslulínu þeirra, Xserverinn eða “Xserve”. Með þessu er Apple að skella sér í fulla samkeppni á markað þar sem fyrirtæki eins og <A HREF=“hppt://www.sun.com”>Sun</A> og <A HREF="http://www.ibm.com“>IBM</A> hafa verið allsráðandi um árabil.

Eins og þið hafið kannski giskað á er öll dýrðin keirð á Mac OSX Server, það er ekki fyrr en í Xserve sem möguleikar OSX Server nýtast til fullnustu og reyndar er búið að bæta við kerfið forritinu <A HREF=”http://www.apple.com/xserve/management.html“>Server Monitor</A> sem er sérhannað til að halda utan um Xserver verður aðeins dreift með honum.

<B>Kosturinn Við Open Source</B> Með Mac OSX Server fylgir <A HREF=”http://www.apple.com/quicktime/products/qtss/“>QuickTime Streaming Server</A> og <A HREF=”http://www.apple.com/webobjects/“>WebObjects 5.1</A> og búið er að byggja inn mikilvægustu framlögin frá þeim sem vinna að Open Source – Meðal annars bestu útgáfur af <A HREF=”http://www.apache.org/“>Apache</A>, <A HREF=”http://www.samba.org/“>Samba</A>, <A HREF=”http://www.php.net/“>PHP</A>, <A HREF=”http://www.mysql.com/“>MySQL</A>, <A HREF=”http://java.sun.com/products/jsp/tomcat/“>Tomcat</A> og <A HREF=”http://www.openssl.org/“>OpenSSL</A> - Þar að auki stuðningur við R.A.I.D. (Redundant Array of Inexpensive Drives), stuðningur við Diska “striping” og diska speglun fyrir fjölbreitta gagnageimslu möguleika, gagna öryggi og bætt afköst á framlesun eða chace.

Enginn “skattur” er á Xserve að því leiti að þú borgar ekki gjald til
hugbúnaðarframleiðandans fyrir hverja heimsókn á síðuna þína. Einnig náðust samningar við þá sem eiga MPEG-4 staðalinn að það verði ekki svipaður skattur á <A HREF=”http://www.apple.com/quicktime/products/qtss/“>QuickTime Streaming Server</A>. Svo ég vitni nú í Apple: <I> “Xserve comes with an unlimited-client license of the UNIX-based, industrial-strength Mac OS X Server, you can serve thousands of additional users — without spending thousands of additional dollars in licensing fees.” </I>


Með <A HREF=”http://www.apple.com/xserve/management.html“>Server Monitor</A> Forritinu geturu haft algera stjórn yfir hverjum einasta Xserver í þinni eign. Þú getur athugað með allt frá hita hvers Xserve, viftuhraða, hvernig hörðu diskunum “líður” og Ethernet tengingum til stöðunar á aflbreitinum. Litakerfi er notað til að sýna stöðu hverrar einingar og Aqua viðmótið gefur þér auðveldan aðgang að ítarlegum upplýsingum um hvern Xserver.

Þess má líka geta áður en við förum yfir í vélbúnaðinn að þegar þessi grein að þegar hún er skrifuð er Mac OS X Server 10.1.4 nýjasta útgáfan en ef þið lítið vandlega á <A HREF=”http://apple.com/xserve/management.html“>þessa</A> mynd sjáið þið að 10.1.5 er útgáfan sem notuð er þar þannig búist fastlega við uppfærslu á næstu dögum.

——

<B>Vélbúnaðurinn</B>
Apple hefur um árabil framleitt og selt Servera í formi lítið breittra G4 turna, en Xserve er fyrsta talvan þeirra sem er sniðin í rekkaformið en það er staðall í tölvubransanum sem segir til um hvað tölvan á að vera á breidd, hæð og dýpt. Xserve passar í alla rekka sem eru nú þegar til, enginn þörf er á einhverjum sérstökum Apple-rekka.
Xserve er 4.4 cm á þykkt, 48.3 cm á breidd og 71.1 cm að dýpt. Þyngd með fjórum drifum er 14.1 kg en án þeirra 11.8 kg.

Xserve kostar frá 284.000 krónum með einum örgjöfa en 379.000kr með 2 1GHz örgjöfum báðir með 60Gb hörðum diskum. Það dýrasta sem hann getur kostað hins vegar er 759.000kr, en það verð er með öllum uppfærslum t.d. 2Gb DDR SDRAM og 480 megabæta Harða disks plássi, en það mesta sem samkeppnin býður er 219GB. Það þarf vart að taka það fram að öll verð eru miðuð við útlandið.

Meira um harða diska, það eru ekkert venjulegt við Xserve, ekki einu sinni Hörðu diskarnir.
Ólíkt venjulegum hörðum diskum er diskunum í Xserve rennt inn eins og Jaz eða stórum floppy disk notuð eru SCA II tengi aftan á diskana í þetta. Þetta er gert til að þú þurfir ekki að slökkva á honum þegar diskarnir eru settir í sem náttúrulega skiptir miklu máli í þessum geira. Þetta eru 7200rpm ATA/100 diskar, hvert drif er á egin ATA/100 BUS þannig þó þú bætir við drifum hefur það ekki áhrif á afköstin.

Meira um örgjöfann: PowerPC G4 örgjöfinn er með “seven-stage pipeline” en P4 til dæmis er með 20, í þessu gildir að hafa sem fæst Pipeline fyrir betri afköst. 128-bita minnsibrautir á milli L1 og L2 cache, og þar sem hann er 128bita getur hann höndlað fjórar 32-bita aðgerðir í einu á meðan PIII nær einni 32-bita aðgerð í einu.
Velocity Engine: Tækni sem leifir MacOSX server að vinna gögn í 128-bita hlunkum en ekki 32 eða 64 bita, þetta er upplagt í örgjöfaverkefni sem þurfa mikinn örgjöfakraft svosem Photoshop vinnslu og svo auðvitað Server vinnslu.

Annað: Xserve er með 2x10/100/1000 Ethernet kort sem fróðir menn segja að sé meira en nóg. Þú getur sérpantað Xserve með ATI Radeon 8500 grafík kortinu ef þú notar hann sem grafík vinnustöð. 24x CD-ROM drif. Svo er Xserve með ljós alls staðar framan á kassanum svo þú getir séð stöðuna á honum bara með því að líta á hann. Xserver er skrúfufrír þú getur opnað hann og lokað án þess svo mikið að þurfa að spá í skrúfjárnið.

I/O: Tvær 64-bita 66MHz PCI raufar (neðri er með ATI skjákorti í standard uppsetningu), Ein PCI/AGP rauf í “hálfri-lengd” fyrir annaðhvort seinna Ethernet kortið eða ATI 8500 Kortið. 3x400MB/s FireWire tengi, 2X12MB/s USB tengi, Eitt serial tengi til að auðvelda uppsetnigu í server umhverfi



Apple Care: Kannski stærsta ástæðan fyrir því að kaupa Xserver, í það minnsta sú vanmetnasta. Það að hafa fagmenn í vinnu 24 tíma á dag við að aðstoða fólk er ómetanlegt. Hægt er að fá Apple Care á verðinu 90.000 uppí 270.000kr allt eftir þjónustunni þetta er náttúrulega mjög sniðugt ef þú ert með fleiri en 10, að ég tali nú ekki um nokkur hundruð Xserve servera. Þar er boðið uppá pakka með aflgjöfum og móðurborðum sem þú getur skipt um sjálfur.

Að lokum vil ég þakka Apple.com fyrir það að leggja til efni í þessa grein ásamt macworld.com. Að auki þýddi oddur hér á huga “data redundancy” fyrir mig